Stutt en áhrifarík!

Þessi æfingalota er stutt en áhrifarík!

Gerðu hana án þess að hvíla á milli til að styrkja efri hlutann og kjarnavöðvana. Fullkomin eftir göngutúrinn, útihlaupið, hjólatúrinn o.s.frv.
Ég mæli með 3-4 umferðum með smá hvíld eftir hverja umferð.

Fleiri æfingahugmyndir á www.instagram.com/aeiriks

 


Skemmtileg útiæfing

Frábært er að æfa úti á sumrin. Þessi æfing reynir á efri og neðri hlutann en gott er að taka hana eftir útihlaup, hjólatúr eða t.d. góðan göngutúr. Ég mæli með að keyra allar æfingarnar í gegn 2-5 umferðir, fer bara eftir því í hversu miklu stuði þú ert!

Njóttu þess að æfa úti í sumar!

 


Í gírinn eftir páskafríi

Vonandi eru allir búnir að hafa það frábært yfir páskana. Eftir svona gott frí er nauðsynlegt að koma sér aftur í gírinn og byrja að hreyfa sig reglulega aftur og taka mataræðið föstum tökum. Þetta myndband gefur þér hugmynd að frábærri HIIT æfingu (High Intensity Interval Training) sem keyrir púlsinn vel upp og myndar góðan eftirbruna. Þú gerir hverja æfingu af fullum krafti í 45 sekúndur, hvílir í 15 sekúndur og rúllar í gegnum þetta 5 umferðir. Stutt en hörkugóð æfing sem er hægt að gera hvar sem er.

 

Kíktu á www.annaeiriks.is fyrir fullt af frábærum æfingum og heilsusamlegum uppskriftum


Mótaðu rass- og lærvöðva með "miniband" teygju!

"Miniband" teygja er algjör snilld því hún býr til frábæra mótstöðu sem styrkir vöðvana á árangursríkan hátt. Hún er mjög fyrirferðarlítil og því frábær til að taka með sér þegar maður er á ferð og flugi. Í þessu myndbandi gef ég þér nokkrar hugmyndir að æfingum sem mér finnst gaman að gera án þess að hvíla á milli. Hver æfing gerð í 60 sekúndur - 2-3 umferðir!

 


Æfing fyrir skíðagarpinn

Skíðagarpurinn þarf heldur betur að styrkja rass- og lærvöðva, kjarnavöðva líkamans og þjálfa þolið. Þessi stutta en áhrifaríka æfing vinnur með alla þessa þætti.

Hver æfing er unnin i 60 sekúndur og frábært er að gera 3-4 umferðir fyrir hörkugóða æfingu sem ekki bara skíðagarpurinn hefur gott af heldur allir sem vilja huga að heilsu sinni.

Fullt af frábærum æfingahugmyndum á instagram.com/aeiriks

Frábær æfingaplön o.fl á www.annaeiriks.is


6 snilldar rassæfingar

Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldar rassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur. 6 æfingar sem káraðar eru á sömu hliðinni og svo allt endurtekið hinumegin. Tvær umferðir hvor hlið eða samtals 24 mínútna æfing. Hægt er að gera æfingarnar hvar sem er og mæli ég með að þú prófir strax í dag! Kíktu á instagram.com/aeiriks fyrir fullt af góðum æfingahugmyndum!

http://www.annaeiriks.is


Heilsuráð 2019

  • Settu þér markmið - það hjálpar að halda þér á beinu brautinni.

  • Prófaðu eitthvað nýtt - hvernig væri að stíga út fyrir þægindarrammann og prófa eitthvað nýtt á þessu ári!

  • Finndu hreyfingu sem hentar þér - við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum degi og því nauðsynlegt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtilegt að stunda, annars gefst maður upp.

  • Finndu þér æfingafélaga eða hóp - það er svo hvetjandi og skemmtilegt að æfa með öðrum.

  • Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.

  • Góðir hlutir gerast hægt - ekki ætla þér um of, njóttu þess að hugsa um heilsuna og líkamann með því að hreyfa þig reglulega og borða heilsusamlega því þá gerast góðir hlutir.

  • Njóttu þess að vera til - lífið er núna!

Ef þig langar að eignast fría "Buttlift" æfingu smelltu þá HÉR

39CE1FD6-D678-4917-816D-81736AF0F9A1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Tónaðir handleggir

Ef þig langar að styrkja efri hluta líkamans, prófaðu þá að gera þessar æfingar þrisvar sinnum í viku, 3 umferðir í hvert skipti í nokkrar vikur og finndu muninn!

 

Ef þig langar að komast í flott form fyrir jól, taktu þá 30 daga áskorun með mér, sjá HÉR.


Buttlift

Þetta 10 mínútna myndband einblínir á að styrkja og móta rass- og lærvöðva. Gott er að gera það 3x í viku eftir t.d. góðan göngutúr, hlaup, sund eða skokk. Þú getur sett það í gang og fylgt mér allan tímann þar sem ég útskýri hverja æfingu með tali og geri hana með þér allan tímann. Engin áhöld notuð og því hægt að gera æfingarnar hvar sem er. Prófaðu að æfa með mér strax í dag!

 

Fullt af frábærum æfingaplönum til að gera heima, í fríinu eða hvar sem er inn á www.annaeiriks.is


Góð ráð til þess að komast í form

  • Vertu ávallt með markmið - það hjálpar manni að halda sér á beinu brautinni

  • Ekki gleyma litlu sigrunum - mikilvægt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar markmiði er náð því það er svo hvetjandi

  • Finndu hreyfingu sem hentar þér - við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum degi og því nauðsynlegt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtilegt að stunda

  • Margt smátt gerir eitt stórt - æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið.

  • Finndu þér æfingafélaga eða hóp - það getur hjálpað mörgum að æfa með góðum hóp eða með skemmtilegum æfingafélaga eða fjarþjálfara eins og mér

  • Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.

  • Góðir hlutir gerast hægt - ekki ætla þér um of, njóttu þess að hugsa um heilsuna og líkamann með því að hreyfa þig reglulega og borða heilsusamlega því þá gerast góðir hlutir.

  • Njóttu þess að vera til - mundu að lifa í núinu og njóta þess í botn

Ef þig langar að eignast fría "Buttlift" æfingu smelltu þá HÉR

39CE1FD6-D678-4917-816D-81736AF0F9A1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband