Viltu sterka kviðvöðva?

Ef þú vilt styrkja kviðvöðvana þína þá mæli ég með því að þú bætir þessum æfingum við þína hreyfingu 3x í viku. Þær eru krefjandi en frábærar og reyna á svo miklu meira en bara kviðvöðvana. Það munar um allt þegar hreyfing er annars vegar og gott að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt og því gott að byrja í rólegheitunum og bæta jafnt og þétt fleiri æfingum við þína hreyfingu.

 

 

Metnaðarfull fjarþjálfun fyrir konur á www.annaeiriks.is


4 ráð til þess að komast í æfingagír fyrir haustið


1. Settu þér markmið

Þessi vísa verður aldrei of oft kveðin. Það skiptir ótrúlega miklu máli að setja sér mælanleg markmið sem stefnt er að ná með markvissum hætti. Einnig er gott að búta markmiðin niður í smærri sigra og verðlauna fyrir hvert skref að stóra markmiðinu, þannig verður leiðin að því viðráðanlegri og skemmtilegri.

2. Finndu æfingafélaga

Sumir eru mjög sjálfstæðir og agaðir þegar kemur að þjálfun og þurfa enga auka hvatningu á meðan aðrir hafa sig varla af stað en þá getur góður æfingafélagi skipt sköpum. Æfingafélaginn getur verið góður hópur, einkaþjálfari, vinur/vinkona, fjölskyldumeðlimur eða fjarþjálfari eins og ég en það getur gert gæfumuninn að finna sinn æfingafélaga til þess að halda sér við efnið.

3. Finndu hreyfingu sem þér finnst skemmtilegt að stunda

Það er miklu auðveldara að halda sér í góðum æfingagír með hreyfingu sem manni þykir skemmtileg og því nauðsynlegt að finna hvað hentar sér best og hvað maður hefur gaman af.

4. Taktu mataræðið föstum tökum

Samhliða því að byrja að hreyfa sig aftur af krafti þá er gott að taka mataræðið föstum tökum. Hreinsaðu til í skápunum, forðastu sykur, skyndibita og unnar vörur. Borðaðu hreina fæðu, vel af ávöxtum og grænmeti. Einnig er gott að íhuga viðeigandi skammtastærðir og borða reglulega yfir daginn. Þetta hjálpar þér að halda góðri orku sem skilar sér í æfingunum.

http://www.annaeiriks.is

6AD5ED76-E2BE-4883-A0AE-61AFD4066B7A


Fit í sumar

Núna er sumarið loksins komið og margir að fara að detta í sumarfrí. Mikilvægt er að huga vel að heilsunni og halda áfram að hreyfa sig en það er hægt að gera svo mikið af æfingum hvar sem er því æfingar með eigin líkamsþyngd eru frábærar til að halda okkur í góðu formi. 

Í þessu myndbandi gef ég ykkur hugmynd að stuttri æfingu sem hægt er að gera úti á palli, við sundlaugarbakkann, í bústaðnum og lengi mætti telja. Æfingarnar þurfa ekki alltaf að taka langan tíma til þess að skila árangri. Ég hvet þig til þess að prófa þessa æfingu við næsta tækifæri og halda góðum æfingagír í sumar.

Ef þig langar til þess að eignast frábært sumar æfingaplan þá mæli ég með FIT Í SUMAR sem er nýtt æfingaplan hjá mér en því fylgja fjórar frábærar og markvissar æfingar á myndböndum sem þú eignast þar sem ég fylgi þér frá upphafi til enda auk þess fylgir matseðill sem hjálpar þér að ná frábærum árangri. Kynntu þér málið HÉR!

 


9 vikna hlaupaáætlun

Sumarið er framundan og margir spenntir fyrir því að hreyfa sig meira úti. Hlaup eru frábær hreyfing sem hægt er að stunda hvar sem er en mörgum finnst erfitt að byrja.

Ég setti saman 9 vikna hlaupaáætlun sem hjálpar þér vonandi að komast upp úr sófanum og með tímanum að geta hlaupið 5 km samfleytt.
 
Mikilvægt er að fylgja æfingaplaninu og hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt, byrjaðu á þessari áætlun og skemmtilegt markmið væri svo að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en þar er hægt að velja hlaupalengd sem hentar þér:) 
 
Mikilvægt er að gera góðar styrktaræfingar á móti hlaupunum en æfingaplanið Fit21  virkar þrusuvel á móti hlaupunum og tekur hver æfing aðeins 21 mínútu auk þess sem góður matseðill fylgir.
 
 

Viltu fá kúlurass?

Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þesss að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana. Þær gefa þér hugmynd að æfingum sem þú getur gert heima hjá þér eða bara hvar sem er og þú finnur þær í nýjasta æfingaplaninu mínu Fit21 - í form á 21 mínútu sem ég setti saman fyrir þá sem vilja ekki eyða of miklum tíma í ræktinni eða hreinlega hafa ekki tíma til þess að fara í ræktina. Tímaleysi er því engin afsökun til þess að komast ekki í form né aðstöðuleysi því þú getur gert æfingarnar heima hjá þér! Matseðill fylgir til þess að tryggja að þú náir frábærum árangri og því ekki eftir neinu að bíða.

Kynntu þér málið HÉR!


Fjórar hörkugóðar æfingar

Í þessu myndbandi sýni ég fjórar hörkugóðar æfingar sem eru frekar krefjandi en gætu verið skemmtileg viðbót í æfingaplanið þitt. Gerðu hverja æfingu í 45 sekúndur á eins góðum hraða og þú getur, þú metur það svo hvort þú farir strax í næstu æfingu eða takir þér smá pásu á milli. Frábært er að gera æfingarnar eina umferð en flott alveg upp í fjórar ef þú getur, ef þú vilt eignast hörkugóða æfingu fyrir kviðvöðva FRÍTT þá smellirðu HÉR og notar kóðann kjarni. Gangi þér vel!


Stinnur og sterkur líkami

Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, þrjár til fjórar umferðir. Það er í góðu lagi að byrja á því að gera æfingarnar bara eina umferð fyrst um sinn og auka svo álagið jafnt og þétt með tímanum og vinna sig upp í allavega þrjár umferðir.

 
 
Fyrir þá sem eru að að stíga sín fyrstu skref í líkamsræktinni þá mæli ég með sex vikna æfingaplaninu mínu, Í form með Önnu Eiríks sem má finna HÉR en það mun hjálpa ykkur að komast vel af stað og í betra form. Gangi ykkur vel!

Sterkur kjarni

Sterkur kjarni skiptir ótrúlega miklu máli í allri þjálfun og í daglega lífinu. Þetta eru vöðvar í kringum spjaldhrygg, neðra bak, mjaðmir og kvið og hjálpa þessi vöðvar okkur við að halda góðri líkamsstöðu og má segja að grunnurinn að allri þjálfun sé sterkur kjarni.

Veikleiki í þessum vöðvum lýsir sér oft í bakverkjum og getur leitt til lélegrar líkamsstöðu. Til þess að sporna gegn þessu er mikilvægt að gera góðar æfingar fyrir kvið- og bakvöðva og mig langar til þess að hjálpa þér við það með því að gefa þér þessa æfingu HÉR frítt með kóðanum: kjarni

Þetta er æfingaplan sem kostar 1990 en þú færð það frítt með því að nota þennan kóða en mikilvægt er að gera þessar æfingar tvisvar til þrisvar sinnum í viku og hjálpar það mjög við að fá sterkan kjarna sem hjálpar þér í öllum æfingum og daglega lífinu.

Gangi þér vel!

15AEF166-3088-464D-A086-1AB58BC77DA8


Fjórar æfingar til að fá stinn læri

Í þessu myndbandi sýni ég þér fjórar æfingar sem styrkja vel rass- og lærvöðva. Frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, fjórar umferðir í heildina. Ef þú gerir þetta þrisvar sinnum í viku þá muntu finna mun á þér eftir nokkrar vikur. Gott er að byrja smátt og bæta svo fleiri æfingum við eða bæta þessum æfingum við núverandi æfingar þínar.

Kíktu endilega á síðuna mína annaeiriks.is en þar býð ég upp á metnaðarfulla fjarþjálfun fyrir konur sem vilja komast í topp form. Þú eignast myndböndin sem fylgja hverju æfingaplani og getur notað þau eins lengi og þér hentar og ég fylgi þér í gegnum hverja einustu æfingu frá upphafi til enda sem er mjög hvetjandi og vænlegt til árangurs. 

Kíktu endilega á nýjustu sex vikna fjarþjálfunina mína þar sem æfingaálagið eykst frá fyrsta æfingaplani en mikilvægt er að auka æfingaálagið jafnt og þétt til þess að ná stöðugt betri árangri og koma í veg fyrir stöðnun. Í form með Önnu Eiríks #2 má finna HÉR.


Uppáhalds "boutique" stöðvarnar mínar í New Yor

New York er ein af uppáhalds borgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds "boutique" stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Þessar stöðvar eru allar litlar og oft bara með einn sal og hægt að kaupa sér stakan tíma sem er ótrúlega þægilegt.

SOUL CYCLE er keðja sem býður upp á hörku hjólatíma, maður bókar hjól og fær hjólaskó á staðnum. Hægt að velja kennara eða tímasetningu sem hentar manni og svo er bara að skella sér í stuðið.

THE BAR METHOD býður upp á barretíma sem eru frábærir styrktartímar þar sem unnið er mikið við balletstöng, rólegir en svakalega lúmskir tímar.

ORANGE THEORY FITNESS eru mjög skemmtilegir tímar þar sem unnið er á hlaupabretti, róðrarvél og svo með lóð/TRX bönd o.fl til þess að styrkja líkamann. Þátttakendur eru með púlsmæli og hvattir til þess að vinna á ákveðnu álagi. Mjög hvetjandi og skemmtilegir tímar.

EXHALE SPA eru mjög smart litlar stöðvar þar sem boðið eru upp á barretíma og jóga.

BARRY'S BOOTCAMP er uppáhaldið mitt en þetta eru snilldartímar þar sem unnið er á hlaupabrettum og gerðar styrktaræfingar á móti með teygjur, lóð, palla o.fl.  Ótrúlega skemmtilegir og krefjandi tímar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband