Færsluflokkur: Bloggar

Dúndur eftirbruni

Margir eru mikið á ferð og flugi, vinna jafnvel óreglulega, ferðast mikið vegna vinnu eða bara sér til skemmtunar. Þrátt fyrir mikil ferðalög og óreglulega rútínu þá er afar mikilvægt að hugsa vel um heilsuna og finna sér stað og stund til þess að æfa. Það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu heldur einnig andlega því manni líður svo ótrúlega vel eftir að hafa tekið smá æfingu. Æfingarnar þurfa ekki alltaf að vera mjög langar til þess að skila árangri, það er mikilvægt að hafa það í huga.

Í þessu myndbandi sýni ég þér nokkrar krefjandi æfingar sem þú gerir á þínum hraða í 20 sek, hvílir 10, átta umferðir og tekur svo góða hvíld áður en þú vinnur alveg eins með næstu æfingu. Þetta fyrirkomulag kallast Tabata og er þekkt fyrir að mynda mikinn eftirbruna og líka mikinn bruna á stuttum tíma og því frábært fyrirkomulag til þess að fá mikið út úr æfingunni á stuttum tíma.

 

 

Ég var að setja saman fullkomið æfingaplan fyrir þá sem eru mikið á ferð og flugi en það heitir, Fit á ferð og má sjá HÉR, það inniheldur fimm, tíu mínútna æfingamyndbönd þar sem hvert myndband er með sérstaka áherslu. Hægt er að gera bara eina staka æfingu þegar tíminn er knappur og svo er hægt að raða æfingunum saman að vild til að gera æfinguna lengri. Fullkominn ferðafélagi sem heldur þér vel við efnið æfingalega séð:)

 


Stinnir rassvöðvar og sterk miðja

Þetta myndband gefur þér hugmynd að góðum æfingum sem hjálpa þér að styrkja rass- og kviðvöðva. Hver æfing er gerð eins oft og þú getur í 30 sekúndur og næsta æfing er gerð í beinu framhaldi án þess að hvíla á milli. Frábært er að gera lágmark tvær umferðir hvora hlið eða samtals fjórar umferðir en velkomið er að gera meira.

Það þarf ekki alltaf að gera mikið til þess að æfingin skipti sköpum, prófaðu að bæta þessari stuttu en góðu lotu við þína æfingu eða gerðu þessa æfingu í beinu framhaldi af fimm mögnuðum kviðæfingum sem þú finnur HÉR og fáðu ennþá meira út úr æfingunni.

Ef þú vilt frábæra 10 mínútna æfingu frítt, skráðu þig þá á póstlistann minn á annaeiriks.is

Gangi þér vel!

 

 


Fimm hugmyndir að millimáli

Margir vandræðast aðeins með það hvað þeir eigi að fá sér milli mála sem er ekki of hitaeiningaríkt og hjálpar manni við að halda góðu jafnvægi á blóðsykrinum. Hérna eru nokkrar hugmyndir að léttu en góðu millimáli sem gott er að grípa í milli stóru máltíðanna sem eru morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. 

Fimm hugmyndir að millimáli

  • Flatkaka með hummus og papriku
  • Tvö Finn Crisp hrökkbrauð með einu eggi og gúrku
  • Epli í bátum dýft í ca. eina matskeið af hnetusmjöri
  • Ein gróf brauðsneið með léttsmurosti og tómötum/grænmeti
  • Ávöxtur og smá hnetur

Ég hvet ykkur til þess að prófa ykkur áfram með hvað hentar ykkur sem millimál því það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum, þetta gefur ykkur vonandi einhverjar hugmyndir.

Kíkið endilega á uppskriftirnar inn á síðunni minni, annaeiriks.is en þar má m.a. finna girnilegan jarðaberjaís sem er mjög vinsælt að gera á mínu heimili ef okkur langar í eitthvað gott en hollt eftir kvöldmat!

3980AFAF-DB11-4399-9AA6-5394487B7134

 


Fimm magnaðar kviðæfingar

Flestir landsmenn eru í miklum heilsugír núna eftir jólin sem mér finnst afar jákvætt því við ættum alltaf að hugsa vel um heilsu okkar. Til þess að hjálpa fólki að halda sér í góðum gír þá ætla að ég að gefa reglulega hugmyndir að æfingum sem hægt er að gera hvar sem er, nota til að koma sér í gang eða bæta við sína æfingarútínu. Það er hægt að gera æfingarnar heima í stofu, fríinu, ræktinni eða hvar sem er.

Í þessu myndbandi sýni ég fimm magnaðar kviðæfingar sem ég hvet ykkur til þess að prófa. Byrjið á að gera þessa æfingalotu einu sinni en vinnið ykkur endilega upp í það að gera þrjár umferðir með smá hvíld eftir hverja umferð.

 

Ef þið viljið eignast magnaða æfingu fyrir kviðvöðvana, kíkið þá á annaeiriks.is en þar getið þið keypt æfingu með ennþá fleiri mögnuðum kviðæfingum sem er rúmar 20 mínútur og ég leiði ykkur í gegnum æfinguna frá upphafi til enda og útskýri hverja æfingu með tali. 

Magnaðar kviðæfingar

Gangi ykkur vel!

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband