5 mínútna heimaæfing!

Frábær æfingalota sem einblínir á að styrkja rass- og lærvöðva. Tilvalið er að taka þessa æfingu eftir t.d. góðan göngutúr og ég mæli með að gera hana 3x í viku.

Verum dugleg að hreyfa okkur því það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu heldur líka þá andlegu. 

Þið finnið fullt af frábærum heimaæfingum á www.annaeiriks.is og ef þið viljið fá aðgang að fjölbreyttu úrvali af hóptímum, kíkið þá á HREYFING HEIMA

 


5 góð ráð til að æfa heima!

  • Byrjaðu á því að setja þér markmið og gera plan yfir það hvað þú ætlar þér að hreyfa þig oft á viku.
  • Finndu þér gott æfingaplan til að fylgja eftir heima svo þjálfunin sé markviss og haldi þér við efnið (fullt af frábærum æfingaplönum á síðunni minni annaeiriks.is).
  • Komdu þér upp smá æfingaaðstöðu heima, þarf ekki að vera meira en æfingadýna, eitt par af handlóðum og jafnvel nuddrúlla.
  • Forðastu að fara í átak eða megrun - það er skammtímalausn sem er erfið, leiðinleg og skilar almennt slökum árangri til lengri tíma litið.
  • Haltu þér við efnið - æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið og mundu að góðir hlutir gerast hægt!


Ef þig vantar hvatningu og markvisst æfingaplan til að vinna eftir heima, vertu þá með í Stjörnuþjálfun hjá Önnu Eiríks sem hefst 7.september. Skráning á annaeiriks@annaeiriks.is


Viltu komast aftur í gírinn?

Ef þú ert ein/n af þeim sem ætlaðir að taka vel á því í ræktinni í sumar en gerðir það ekki og ert algjörlega dottin/n úr æfingagírnum þá eru hér fjögur einföld ráð sem hjálpa þér að komast aftur í gírinn.
 
1. Settu þér markmið
Þessi vísa verður aldrei of oft kveðin. Það skiptir ótrúlega miklu máli að setja sér mælanleg markmið sem stefnt er að ná með markvissum hætti. Einnig er gott að búta markmiðin niður í smærri sigra og verðlauna sig fyrir hvert skref að stóra markmiðinu, þannig verður leiðin að því viðráðanlegri og skemmtilegri.

2. Finndu æfingafélaga
Sumir eru mjög sjálfstæðir og agaðir þegar kemur að þjálfun og þurfa enga auka hvatningu á meðan aðrir hafa sig varla af stað en þá getur góður æfingafélagi skipt sköpum. Æfingafélaginn getur verið góður hópur, einkaþjálfari, vinur/vinkona, fjölskyldumeðlimur eða fjarþjálfari eins og ég en það getur gert gæfumuninn að finna sinn æfingafélaga til þess að halda sér við efnið.

3. Finndu hreyfingu sem þér finnst skemmtilegt að stunda
Það er miklu auðveldara að halda sér í góðum æfingagír með því að stunda hreyfingu sem manni þykir skemmtileg og því nauðsynlegt að finna hvað hentar sér best og hvað maður hefur gaman af.

4. Haltu þér við efnið
Ef þú hefur ekki hreyft þig reglulega í langan tíma þá er nauðsynlegt að fara rólega af stað og halda þér við efnið. Margt smátt gerir eitt stórt, æfingarnar þurfa ekki að vera langar til þess að skila árangri og enginn er fullkominn í mataræðinu, aðalmálið er að halda sér við efnið
 
Ef þig vantar aðstoð við að komast í æfingagírinn komdu þá til mín í súperþjálfun í 21 dag sem hefst 10.ágúst. Allar nánari upplýsingar á annaeiriks@annaeiriks.is en einnig er hægt að skrá sig með því að smella HÉR

Mótaðu rass- og lærvöðva!

Frábærar æfingar með miniband teygju sem ég hvet ykkur til þess að prófa heima. Þær styrkja rass- og lærvöðva og einnig er hægt að gera þær án teygju ef þið eigið ekki slíka. Hver æfing er gerð í 45 sekúndur, engin pása fyrr en allar æfingarnar eru búnar, þá er gott að hvíla vel og taka 1-2 umferðir í viðbót!

Ég hvet ykkur til þess að hreyfa ykkur á hverjum degi í þessu samkomubanni og ég vona að myndböndin mín gefi ykkur nýjar hugmyndir sem þið getið nýtt ykkur.

Gangi ykkur vel!


Magnaðar kviðæfingar - FRÍTT!

Við erum að ganga í gegnum afar skrítna tíma svo vægt sé til orða tekið og margir einangraðir heima fyrir. Mig langar til þess að leggja mitt af mörkum og hvetja fólk til að huga vel að heilsunni heima í stofu með því að GEFA lesendum Smartlands æfingaplanið MAGNAÐAR KVIÐÆFINGAR af síðunni minni annaeiriks.is með afsláttarkóðanum: smartland 

Það skiptir svo miklu máli að reyna að halda gleðinni, horfa jákvætt fram á veginn og hreyfing er svo nauðynleg til að halda okkur í góðri þjálfun og ég tala nú ekki til að halda andlegu heilsunni í góðu standi.

Náðu þér endilega í þetta fría heimaprógramm og byrjaðu strax í dag!

www.instagram.com/aeiriks

Gangi þér vel.

annaeiriks_64

 
 

Æfðu heima í sóttkví!

Ég setti saman 10 mínútna æfingamyndband sem hægt er að vinna eftir heima í stofu þar sem margir eru nú í sóttkví. Það er um að gera að huga að heilsunni sinni eftir bestu getu en vera skynsamur og fylgja ráðleggjum landlæknis og halda sig heima fyrir ef maður hefur fengið fyrimæli um það eða treystir sér ekki út meðal fólks og þá er gott að geta fylgt góðu æfingaplani heima í stofu.

Þetta myndband þjálfar þol og kjarnavöðvana en hver æfing er unnin í 45 sekúndur, hvíld í 15 sekúndur á milli. Ef þú ert í góðu stuði og vilt lengri æfingu þá er um að gera að rúlla 2-3x í gegnum það og lengja þannig æfinguna.

FRÍ BUTTLIFT ÆFING HÉR

Ég á fullt af góðum heimaæfingum inn á www.annaeiriks.is sem ég hvet þig til þess að skoða vel en þannig er hægt að nýta tímann vel og hreyfa sig þrátt fyrir að komast ekki út úr húsi. Um að gera að senda mér línu á annaeiriks@annaeiriks.is ef þig vantar ráðleggingar varðandi hvaða æfingaplan hentar þér best!

Gangi þér vel!

 


Árið þitt - 2020!

Gleðilegt ár 2020!

Núna er heldur betur tíminn til að koma sér aftur í heilsugírinn eftir hátíðarnar. Margir mikla það aðeins fyrir sér hvar er best að byrja og langaði mig því að deila með þér nokkrum ráðum.

  • Settu þér markmið - þú hefur heyrt þetta áður en þetta hvetur þig áfram og minnkar líkurnar á því að þú gefist upp!

  • Ef þú hefur ekki hreyft þig reglulega í langan tíma þá er nauðsynlegt að fara rólega af stað og að þjálfunin sé markviss, farðu í göngutúra, skelltu þér á námskeið, farðu til einkaþjálfara eða æfðu með mér heima í stofu, sama hvað þú velur þá er mikilvægt að fara rólega af stað.

  • Ef mataræðið þitt hefur farið algjörlega úr böndunum yfir hátíðarnar þá skaltu reyna að snúa blaðinu við en gott ráð er t.d að taka út sykurinn á virkum dögum, minnka skammtana og borða vel af ávöxtum og grænmeti, þetta hjálpar þér að snúa blaðinu við.

  • Mundu eftir litlu sigrunum, nauðsynlegt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar hverju markmiði er náð.

  • Öll afrek byrja á ákvörðun um að reyna!

Sama hvaða markmið eða áramótaheit þú setur þér þá hef ég fulla trú á því að þú getir náð því, þú þarft að trúa því líka og þá ætti ekkert að stoppa þig.

Gerðu 2020 að þínu besta ári hingað til:)

Vertu með í 2020 ÁSKORUNINNI 

Anna Eiríks

Ef þú vilt komast að hjá mér í fjarþjálfun sem hefst 13.janúar ekki hika við að senda mér póst á annaeiriks@annaeiriks.is til að fá nánari upplýsingar!

 


Frábærar æfingar fyrir rass og læri!

Þessa æfingalotu er gott að gera þrisvar sinnum í viku, þrjár umferðir í senn til þess að styrkja rass- og lærvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sek. Vandaðu þig við að gera æfingarnar eins vel og þú getur frekar en að gera þær of hratt. Byrjaðu strax í dag og þú finnur mun á styrknum í neðri hlutanum eftir nokkrar vikur!

 


Góðar rassæfingar!

Þessar æfingar styrkja rassvöðvana en frábært er að gera þær þrisvar sinnum í viku, annaðhvort sem stutta æfingu eða eftir göngutúr eða aðra góða hreyfingu. Þær eru einfaldar og krefjast engra áhalda og því hægt að gera hvar sem er. 

Hver æfing er framkvæmd í 30 sekúndur og eru allar æfingarnar gerðar á sömu hliðinni áður en allt er gert hinumegin. Gott er að endurtaka æfingalotuna 2-3 sinnum.

 


Styrktaræfingar fyrir efri hlutann

Styrktaræfingar eru mjög mikilvægar fyrir okkur, þær styrkja vöðvana, eru góðar fyrir beinin, auka grunnbrennslu líkamans og móta líkamann. Þessar æfingar eru frábærar til að styrkja efri hlutann og gott að gera þær 3x í viku með þá lóðaþyngd sem hentar þér.

Byrjaðu á einni umferð af æfingunum 3x í viku og reyndu að vinna þig upp í þrjár umferðir, 3x í viku, en mikilvægt er að gefa sér smá tíma til að ná því.

www.annaeiriks.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband